Fréttir - 2012

Desember

Er komið nóg af gestum?

Þolmörk, fjöldatakmörk og gjaldheimta

Örráðstefna í hátíðarsal Háskóla Íslands

Mánudaginn 10. desember, kl. 16.00-17.00

ALLIR VELKOMNIR

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli hefur gestum fjölgað milli ára langt umfram það sem venja er. Á því eru margar skýringar, en samhliða hefur tekið að bera á áhyggjum ferðaþjónustuaðila, sem og annarra, að of geyst sé farið. Landeigendur loka aðgengi, gjaldheimta er rædd, furðufréttir berast af ferðafólki, skattheimta er aukin og pirrings farið að gæta í garð gesta á ýmsum áfangastöðum. Á þessari örráðstefnu verður lagt mat á þessi einkenni óþols gagnvart greininni og hvort hafa beri af þeim áhyggjur, og ef svo; hvað er þá hægt að gera.     

Fundurinn hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð fundarins. Þar á eftir mun fræðafólk stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum fjalla um eftirfarandi dæmi. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

 

Stofnun

Dæmi

Dr. Edward H. Huijbens

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Furðufréttir af ferðafólki

Dr. Þorvarður Árnason

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði

DisnEY eða Ísland öðru nafni

Dr. Katrín Anna Lund og Dr. Gunnar Þór Jóhannesson

Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Gestalistinn

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Dr. Ólafur Rastrick

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands

Útlendingar og arfurinn

 

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála, edward@unak.is

Upptökur af erindum má nálgast hér.

 

Október

RMF opnar útibúi í Reykjavík

Nú í október hefur Rannsóknamiðstöð ferðamála opnað skrifstofu við Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Öskju náttúrufræðihúsi háskólans. Þar eru til húsa land- og ferðamálfræðideild HÍ og er staðsetningin hugsuð til að tryggja samlegð og efla samvinnu RMF og deildarinnar. Er skrifstofa RMF á jarðhæðinni nálægt veitingasölu hússins. Á skrifstofunni munu Eyrún J. Bjarnadóttir og dr. Helga Kristjánsdóttir, báðar sérfræðingar við RMF vera með aðstöðu sína.

 

September

Rannsóknadagar RMF á Höfn heppnuðust vel

Dagana 19. til 21. september 2012 hélt Rannsóknamiðstöð ferðamála fund til að koma af stað þeim fimm verkefnum sem stjórn ákvað að styrkja á aðalfundi sínum í maí 2012 (hér). Var fundurinn haldin á Höfn í Hornafirði og markmið hans að hrista saman þá sem leiða hvert verkefni og alla þá er verkefnunum tengdust með beinum hætti. Fyrir fundinn voru allir beðnir um að ljúka ítarlegu yfirliti yfir framvindu síns verkefnis og voru yfirlitin notuð til að skýra verkefnin, en jafnframt til að leita samlegðar milli verkefna. Hér að neðan eru nokkrar myndir með texta sem lýsa því sem fram fór nánar. 

 

RMF tekur þátt í Leonardo

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur, í samvinnu við háskóla í Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Tyrklandi, hlotið Leonardo ferðastyrki (hér) til heimsókna til þeirra stofnanna sem um ræðir. Markmiðið er að miðla gagnkvæmri þekkingu um ferðamennsku og uppbyggingu hennar í löndunum með sérstakri áherslu á heilsu og vellíðan.
Um er að ræða 12 ferðastyrki á tímabilinu 2012-2014.

 

Júlí

Rannsóknamiðstöð þátttakandi í COST verkefni

Evrópusambandið hvetur til samvinnu um rannsóknir og tækniþróun gegnum rammaáætlun sem nefnd er COST.

Snemma í júní kom í ljós að Rannsóknamiðstöð ferðamála fékk ásamt fulltrúum frá vísindastofnunum 19 annarra Evrópulanda styrk úr þessari áætlun. COST verkefnið hófst formlega 25. júní og ber titilinn: Tourism, Wellbeing and Ecosystem Services (TObeWELL).

Verkefnið, sem leitt er af háskólanum í Exeter, snýst um að þætta saman hugmyndir um þjónustu vistkerfa með áherslu á lífkerfi, við aðra þætti mannlegrar tilvistar þá menningu, heilsu og vellíðan gegnum ferðamennsku. Verkefnið miðar að því að tengja saman rannsóknir á vellíðan sem byggja á þjónustu vistkerfa og notkun þeirra gegnum ferðamennsku, útivist og afþreyingu. Til grundvallar verkefninu liggur að skapa ný samvinnu rannsóknarverkefni um það hvernig ferðamennska getur bætt heilsu og vellíðan með samlífi við auðlindir náttúru og sjálfbæra nýtingu vistkerfa, um leið og reynt verður að leggja mat á virði slíkrar nýtingar. Þetta mun nást með samstarfi ólíkra rannsóknarstofnanna um alla Evrópu sem starfa munu saman á grundvelli fjögurra vinnuhópa. Sá fyrsti fjallar fræðilega um samband ferðamennsku, vellíðunar og þjónustu vistkerfa og leitast við að smíða hugtaka ramma um það. Annar hópur mun fjalla um aðferðafræðilegar áskoranir við að kynna sér þetta samband. Þriðju hópurinn mun skoða samhengi öldrunar, vellíðunar og þjónustu vistkerfa. Fjórði hópurinn mun skoða stefnumótun og hvernig niðurstöður hinna hópanna geta upplýst mótun heilbrigðisstefnu.

 

Bæjarhátíðir ekki endilega arðbærar

Frétt RÚV af rannsóknum RMF hér

 

Júní

Stór dagur í ferðaþjónustu

Dagurinn í dag 18. júní 2012 er sá stærsti í íslenskri ferðaþjónustu til þessa ef talið er í komum gesta til landsins. Með fjórum skemmtiskipum komu rúmlega 7.000 gestir og 1.000 áhafnarmeðlimir til Reykjavíkur. Á sama tíma komu um 7.000 gestir með flugi til landsins. Á þessum tímamótum, þar sem aldrei hafa fleiri gestir komið til landsins á einum degi, er ekki úr vegi að huga að þróun ferðamála í landinu. Af því tilefni er fagnaðarefni að Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF og Gunnar Þór Jóhannesson, lektor í ferðamálafræði HÍ, undirrituðu samning við Forlagið um útgáfu bókar um ferðamál á Íslandi, sem þeir munu skrifa. Bókin verður í þremur hlutum og tekur á hagrænum áhrifum gestakoma, umhverfisáhrifum og samspili ferðaþjónustu og samfélags. Bókin er ætluð almennum lesendum jafnt sem nemendum í ferðamálafræðum og er skrifuð sem aðgengilegt inngangsrit. Bókin kemur út sumarið 2013 og verður kynnt um allt land af höfundum.

 

Icelandair Group styður rannsóknir í ferðamálum

Á afmælisfundi stjórnar Icelandair Group í tilefni 75 ára afmælis stofnunar félagsins, sem haldin var á Akureyri 2. júní sl. var ákveðið að styrkja við rannsóknir í ferðamálum gegnum sérstakan samning við Háskólann á Akureyri. Er kveðið á í samningnum að féð skuli notast til að efla Rannsóknamiðstöð ferðamála. Hér og hér má sjá nánari fréttir um málið og myndir.

 

Maí

Fimm verkefnahugmyndir fá fé

Á síðasta fundi stjórnar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, sem haldin var að Hólum í Hjaltadal dagana 29. og 30. maí var ákveðið að ganga til samninga við 5 aðila um fjármögnun verkefna sem þeir höfðu sent inn hugmyndir um. Auglýst var í lok mars eftir hugmyndum að rannsóknarverkefnum í ferðamálum (hér) og alls bárust 11 hugmyndir að verkefnum af ýmsum toga. Eftir vandlega yfirferða stjórnar var forstöðumanni falið að ganga frá samningum um 5 verkefni þar af en þau er:Ferðaþjónusta og jaðarsamfélög - áhrif og afleiðingar

  • Þjóðhagslegur ávinningur ferðaþjónustu
  • Þolmörk ferðamennsku
  • Sustaining Tourism in Protected Areas in Iceland
  • Ferðaþjónusta í byggðum landsins

Verkefnin endurspegla vel breidd þríþættra rannsóknaráherslna RMF, þar sem horft er til efnahagsáhrifa ferðaþjónustu og samspils menningar og umhverfis við ferðamennsku. Verkefnin taka einnig á ferðaþjónustu og ferðamennsku bæði í samhengi einstakra byggðarlaga sem og landsins alls og í náttúru landsins. Einnig endurspegla verkefnin vel breidd þeirra stofnanna sem að baki RMF standa.

Að neðan fylgja stuttir útdrættir um hvert verkefni í þeirri röð sem þau eru talin, en öll verða þau unnin í náinni samvinnu við RMF:

Ferðaþjónusta og jaðarsamfélög - áhrif og afleiðingar

Rannsóknin, sem er doktorsverkefni Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, snýst um hin margslungnu áhrif ferðaþjónustu á samfélög í jaðarbyggðum. Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að skoða tilurð og sköpun áfangastaðar í jaðarbyggð og hins vegar hvernig það ferli hefur áhrif á skilning íbúa á heimabyggðinni, umhverfinu og samfélaginu. Svæðin sem skoðuð verða eru þrjú: Strandir, Húnaþing Vestra og Borgarfjörður eystri. Þetta eru fámenn byggðarlög og uppbygging ferðaþjónustu hið klassíska viðbragð við samdrætti í sjávarútvegi og landbúnaði sem og einhæfni í þjónustu. Rannsóknin hófst 2011 og er áætlað að henni ljúki í lok árs 2014. Rannsóknin mun hafa hagnýtt gildi fyrir atvinnugreinina sem og stjórnvöld og vera mikilvægt innlegg til stefnumótunar í ferðaþjónustu. Rannsóknin tengist vel rannsóknaráætlunum RMF um menningu og ferðaþjónustu sem og hagrænum áhrifum ferðaþjónustu. Þá fellur rannsóknin prýðilega að meginmarkmiðum í framtíðarsýn RMF ekki síst að markmiði tvö um farsæla þróun ferðamála fyrir land og lýð.

Þjóðhagslegur ávinningur ferðaþjónustu

Verkefnið er lagt fram af Hagstofu og Rannsóknamiðstöð ferðamála og tengist uppgjöri á ferðaþjónustu sem atvinnugrein í þeim tilgangi að efla og styrkja ferðaþjónustureikninga. Er hugmyndin sú að auglýsa eftir PhD nema til að greina heildstætt núverandi forsendur og skilgreiningar að baki ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands, sinna greiningu innviða og rekstrarumhverfis ferðaþjónustu og hvaða möguleikar eru á að tengja uppgjör reikningana við gistiskýrslur, landshlutauppgjör og ólíkar forsendur atvinnugreinarinnar eftir svæðum landsins. Samhliða verður unnið að greiningu virðis- og framleiðslukeðja greinarinnar og margfeldis áhrif hennar. Markmiðið er að renna frekari stoðum undir gerð ferðaþjónustureikninga Hagstofu Íslands en um leið gera upplýsingar ferðaþjónustureikninga aðgengilegri þannig að þær nýttist fyrirtækjum og stjórnvöldum betur til upplýstrar ákvörðunartöku. Með aðgengileik er ekki aðeins átt við að hægt sé að nálgast upplýsingarnar heldur einnig að þær séu á því formi að fólk með sæmilega þekkingu skilji þær.

Þolmörk ferðamennsku

Á árunum 2000 og 2001 voru unnar rannsóknir á þolmörkum ferðamennsku á nokkrum náttúruskoðunarstöðum á landinu. Anna Dóra Sæþórsdóttir, sem lagði fram hugmyndina, var einn þátttakanda í þessum rannsóknum og rannsakaði þann þátt þolmarka sem snýr að upplifun ferðamanna. Hugmynd hennar er að endurtaka þessar rannsóknir nú með það að markmiði að sjá hvernig þessir náttúruskoðunarstaðir hafa breyst á rúmum áratug og hver viðhorf ferðamanna þar eru nú. Fyrir rúmum áratug voru lagðir fyrir spurningalistar og fengust svör frá 3180 gestum. Skoðað var m.a. hvaða ferðamenn sækja staðina heim, hvernig ferðahegðun þeirra er, hvað þeim finnst um fjölda ferðamanna og umfang ferðamennsku, hversu ánægðir þeir eru, hvaða óskir þeir hafa um uppbyggingu og þjónustu og þeir greindir eftir viðhorfskvarðanum (The Purist Scale). Rannsóknirnar leiddu í ljós að viss hættumerki væru uppi um að þolmörkum ferðamanna væri náð eins og t.d. í Landmannalaugum og Skaftafelli þar sem meira en fimmtungur gesta upplifði of mikinn fjölda ferðamanna á stöðunum. Þann rúma áratug sem liðinn er frá því að þessar kannanir voru gerðar hefur fjöldi erlendra ferðamana sem koma til Íslands meira en tvöfaldast og því mikilvægt að vita hvernig ferðamenn upplifa þessa staði nú.

Sustaining Tourism in Protected Areas in Iceland

Megin markmið þessa verkefnis er að hanna ramma utan um sjálfbæra þróun ferðamennsku í og við Vatnajökulsþjóðgarð. Vernduð svæði, og þá sérstaklega þjóðgarðar, eru megin stoð aðdráttarafls landsins. Er verkefnið hugsað fyrir einn PhD nema og væri leitt af háskólasetri HÍ á Hornafirði. Flestir gesta til landsins koma til að upplifa villta og ósnerta náttúru. Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 2008, sem er stærsti þjóðgarður Evrópu, var reynt bæði að bregðast við þessu en einnig með það að markmiði að efla byggðir í kringum þjóðgarðinn. Eru væntingar um að þjóðgarðurinn muni auka veltu ferðaþjónustu á svæðinu og þannig efla hagvöxt og byggðaþróun og snúa við stöðnun og fólksfækkun á svæðinu. Verkefnið er tvíþætt og snýr að því að búa til ramma um þátttöku fólks um ákvarðanatöku og eflingu sjálfbærrar ferðaþjónustu í þjóðgörðum og meta svo gagnrýnið árangur af þeirri samvinnu sem verður til.

Ferðaþjónusta í byggðum landsins

Verkefnið gengur fyrst og fremst út á að kanna efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar með sérstaka áherslu á byggð utan höfuðborgarsvæðisins. Það verði gert með ítarlegri rannsókn og greiningu á Þingeyjarsýslu og öðru svæði til samanburðar annars staðar á landinu (það svæði verður valið í samstarfi við RMF). Er verkefnið unnið af Háskólasetri HÍ á Húsavík. Í stuttu máli snýr verkefnið að:

  • Rannsókn á áhrifum/framboði/innviðum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum
  • Samanburðarrannsókn sambærilegs svæðis annars staðar á landinu (sem valið verður síðar).
  • Samanburðarrannsókn við höfuðborgarsvæðið einnig.

Rannsóknin beinist að:

a) ferðamönnum (spurningakannanir), Þjóðerni ferðamanna, „tegund“/hópur ferðafólks, eyðsla ferðafólks., ástæður ferða o.fl.

b) ferðaþjónustuaðilum (fyrirliggjandi gögn/viðtöl/fjárhagslegar uppl.), Tekjur ferðaþjónustunnar á hverju svæði, framboð þjónustuþátta o.fl.

c) Innviðum (fyrirliggjandi gögn/viðtöl), Samgöngur, staðsetning o.fl.

 

Apríl

Styrkir til rannsókna á sviði ferðamála meira

 

Laust starf við RMF meira

 

Vorþing viðskiptafræðistofnunar HÍ

Íslensk ferðaþjónusta

Þekking og þarfir

Erindið fer yfir stöðu þekkingar á íslenskri ferðaþjónustu með sérstakri áherslu á samspil fyrirtækja innan hennar og hins opinbera. Þannig er horft til markaðsfærslu íslenskrar ferðaþjónustu, ímyndar landsins og orðspors og hvernig markaðslegum boðskiptum er háttað og fyrirkomið. Að auki er farið yfir samspil menningar, samfélags og ferðaþjónustu sem og samspil umhverfis og ferðaþjónustu, en bæði mynda undirstöðu hinnar svokölluðu ferðavöru. Vöruþróun og nýsköpun innan greinarinnar sem byggir á hugmyndum um sjálfbærni og næmni fyrir umhverfi sínu getur aldrei náð árangri nema með haldbærum skilning á þessum undirstöðum. Því mun erindið greina hvar vantar að byggja þekkingu og leiða það út í tengslum við vöruþróun og að lokum markaðsfærslu. 

Texti erindis Edwards er hér

 

Mars

Lokaverkefnis verðlaun RMF afhenmeira

 

Stefnumótun RMF

Eftir áramót hefur stjórn ásamt um 15 manna hópi hagsmunaaðila víða úr ferðaþjónustu og opinberum stofnunum sem sinna greininni unnið að stefnumótun rannsókna í ferðamálum og hvernig mögulega má staðsetja RMF þar innan. Davíð Lúðvíksson frá Samtökum Iðnaðarins hefur leitt vinnuna, en hann stýrði einnig stefnumótun ferðaþjónustunnar í kringum verkefnið Ísland – allt árið. Haldnir hafa verið tveir fundir; vinnufundur á Reykjavík Natura 10.-11. febrúar og kynning niðurstaðna þess fundar 2. mars. Næstu skref eru að stjórn RMF mun á aðalfundi 20. mars nk. finna RMF stað í þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af rannsóknar umhverfi ferðaþjónustu og rannsóknarþörfum.

 

Febrúar

11th Global Forum on Tourism Statistics,

to be held from 14 to 16 November 2012 in Reykjavík, Iceland.

CALL FOR PAPERS

The deadline to submit abstracts is 30 April 2012

Announcement in pdf

See: http://www.11thtourismstatisticsforum.is/welcome.aspx

 

Statistics Iceland, the Icelandic Ministry of Energy, Industry and Tourism, the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD), and the Statistical Office of the European Union (EUROSTAT) are pleased to announce the 11th Global Forum on Tourism Statistics, to be held from 14 to 16 November 2012 in Reykjavík, Iceland.

The Global Forum on Tourism Statistics (formerly known as International Forum) has been providing since 1994 a unique platform for the regular exchange of views and experiences on developments in tourism statistics. The aim is to discuss major technical issues concerning the establishment of harmonised tourism statistics in an environment that strengthens co-operation among governments, the private sector, researchers, academics, OECD and EU member and non-member countries and international organisations.

The next Forum will focus on the following themes: i) Seasonality in tourism; ii) Tourism statistics in the 21st century; iii) Use of tourism satellite accounts for business decisions and policy making; iv) Effects of external shocks (in particular the economic and financial turmoil) on tourism and tourism statistics; and v) Coherence and comparability of tourism statistics.
Detailed information is available in Annex 1 to this letter.

This is a CALL FOR PAPERS as the success of the Forum will largely depend on your contributions. Authors are requested to strictly follow the guidelines presented in Annex 2. The deadline to submit abstracts is 30 April 2012. The organising committee (OECD, EUROSTAT and the Icelandic organisers) will review the proposal in May 2012. The final programme of the Forum will be made available during summer, after the authors of the selected abstracts have been invited to submit their full papers. The deadline for submission of full papers is 30th September 2012. All the documentation (abstracts, papers and presentations) should be in English, which will be the unique working language during the Forum.

Abstracts and papers from the previous Forum (2010) can be consulted on
http://10thtourismstatisticsforum.ine.pt

 

Annex 1

Core themes of discussion for the Call for Papers

The 11th Global Forum on Tourism Statistics will focus on the five themes listed below. It will examine current and future developments relating to these themes and their relevance to government and business decision‐ making. The aim is to ensure that the conclusions drawn from the discussions lead to new improvements in tourism‐related statistics and information, for example in terms of ease of use, comparability and availability.

Besides the five vertical themes listed below, a number of highly‐relevant cross-cutting horizontal topics have been identified that can be touched upon in the different sessions:

Employment

Sustainability and competitiveness

Same-day visitors

SMEs

Abstracts/papers integrating some of the above horizontal topics are strongly encouraged.

 

THEME 1:
SEASONALITY IN TOURISM

Combating seasonality and prolonging the tourism season are important pillars of a sustainable and competitive tourism sector. Seasonality has an effect on the sectors potential of creating more and better jobs and on infrastructure related needs such as accommodation capacity, public transport and traffic planning.

 

This session aims to provide empirical and methodological insights into how to measure the different dimensions of seasonality (visitors, expenditure, traffic, employment, etc). Furthermore emphasis is placed on the geography of seasonality and those niche tourism segments which offset seasonality: how can we measure regional seasonal disparities and scale the aforementioned dimensions, or how to monitor unconventional niche tourism?

Seasonality is dictated by weather, climate, the social scheduling of our society, accessibility or simply inertia through habit. The session also invites papers that focus on definitions and causality of seasonality. What are the problems associated with seasonality and which are the current trends? Is seasonality a burden or a welcome respite from a busy high season? How can seasonality possibly be mitigated?

Finally, this session can also go into methodological and conceptual issues related to seasonal adjustment in tourism statistics.

Keywords: seasonality, measurement, definitions, causality, geography, niche markets, seasonal adjustment.

 

THEME 2:
TOURISM STATISTICS IN THE 21ST CENTURY

Innovation in collecting and compiling tourism statistics is the way forward to match growing users with calls to reduce the burden on respondents and administrations.

On the one hand, recent technological changes and the digital revolution of the past decades have opened interesting prospects. The quasi ubiquitous connectivity of travellers through mobile phones, GPS antennas or wireless internet means these same travellers leave a digital trace that has an analytical potential for tourism statistics. The use of mobile positioning data and credit card data is slowly but steadily entering the standard information package on tourism and travel, while the use of GPS‐based devices, web forms and automated data collection continues to replace traditional data collection and transmission techniques. The use of the internet as a data source via web scraping or analysis of trends on search engines or social networks is on the verge of a breakthrough.

On the other hand, tourism statisticians need to optimise the re‐use of existing data from related domains to enrich the tourism analysis (e.g. to improve the coverage of SMEs) or to find synergies with other fields of statistics, for instance business registers, sectoral information from short‐term or structural business statistics, security or tax data.

Any innovation should consider the obstacles and quality issues at stake. New approaches can reduce burden, improve timeliness or accuracy and even open new analytical possibilities, but technical and legal issues or quality‐related risks (comparability, continuity, etc) can also jeopardise their feasibility or even their suitability.

Keywords: new technologies, mobile positioning, credit cards, gps, internet, social networks, direct electronic reporting, data linking, business registers, business statistics, timeliness, cost‐efficiency.

 

THEME 3:
HOW TO USE TOURISM STATISTICS AND
TSA FOR BUSINESS DECISIONS AND POLICY MAKING

The aim of this session is to provide a global insight about the use of the UN‐UNWTO‐OECD‐EUROSTAT Tourism Satellite Account: Recommended Methodological Framework (TSA:RMF) and to promote the development of a "common perspective" on the best ways to use the TSA.

The TSA is the main internationally recognised standard to measure tourism in the economy. An increasing number of countries are implementing the TSA. This tool has the potential to be used by a wide range of public and private stakeholders. Its benefits are extensive, and include: tourism sector identification; assessment of tourism's contribution in the economy; quality benchmarking; and in addition, TSA extensions can provide information on indirect impacts, employment, and quarterly and regional data. Despite the many benefits, the TSA approach also has some well‐known limitations from the user's perspective, such as timeliness, the lack of a spatial dimension, and insufficient international comparability.

This session will take the perspective of policy, business and statistical users. It will present country and industry examples of TSA uses, showing TSA based economic and social analyses at international, national and regional levels. It will provide illustrations of how the TSA can guide decision‐makers in their strategic choices, by supporting a better knowledge on tourism industry, infrastructure and labour market developments and a better understanding of inbound and domestic tourism. The session will also underline how TSA are used by statistical providers, for example to support the development of other satellite accounts.

Keywords: tourism satellite accounts, decision making, structure of the tourism sector, TSA users, domestic tourism, employment, limitations on TSA use, indicators beyond TSA.

 

THEME 4:
EFFECTS OF EXTERNAL SHOCKS ON TOURISM
AND ON TOURISM STATISTICS

Recently, the economic and financial turmoil has had a tremendous impact on tourism, and on tourism statistics. The behaviour and preferences of tourists across the world changed, temporarily, or for good. The individual tourist has discovered new destinations – often domestic destinations ‐ and new, previously not used types of accommodation. From changing trends in demand and supply arises the need for new data or a new analytical framework.

This session will take a look at the effects of the economic crisis on the tourists and on the tourism sector but also on the impact on the system of tourism statistics, i.e. the need for an enhanced system of tourism statistics to overcome observed shortcomings or methodological weaknesses. Additionally, the session will focus on the need for statistical information on supply and demand responses to other ‐ non‐financial and non‐economic ‐ shocks such as environmental disasters, climate change, health risks, political upheavals, wars or policy shifts.

Keywords: economic crisis, disasters, social unrest, political unrest, external shocks, keeping tourism statistics user relevant.

 

THEME 5:
COHERENCE AND COMPARABILITY OF TOURISM STATISTICS

Although all dimension of quality in statistics are equally relevant, this Forum will focus on the coherence and comparability. The European Statistical System's Handbook for Quality Reports1 states that "the coherence of two or more statistical outputs refers to the degree to which the statistical processes by which they were generated used the same concepts ‐ classifications, definitions, and target populations – and harmonised methods ; coherent statistical outputs have the potential to be validly combined and used

jointly", while "comparability is a special case of coherence and refers to the case where the statistical outputs refer to the same data items and the aim of combining them is to make comparisons over time, or across regions, or across other domains".

As tourism statistics often combines data from a wide range of sources (household surveys, business surveys, administrative records, etc.), coherence and comparability are critical issues for their quality. This session will look at the international comparability, the progress made in implementing the revised standards IRTS 2008 and TSA:RMF 2008 across countries, as well as challenges for comparability moving forward, i.e., setting the agenda for the next round of revisions to standards. Besides the general aspects of coherence, papers can also discuss the internal coherence and comparability of different outputs within a system of tourism statistics, for instance the impact of the recall bias in visitor surveys or of underreporting and under coverage in accommodation statistics. A specific sub‐topic for this session is the consistency between balance of payments statistics and tourism statistics, i.e. the harmonisation of methods and use of synergies in data sources for describing the different concepts of travel and tourism.

Keywords: coverage & scope of observation, recall bias, internal coherence, comparability over time, comparability across countries/regions, coherence between infra‐annual and annual statistics, mirror statistics, travel item, balance of payments, coherence with sectoral business statistics, asymmetries.

 

CROSS‐CUTTING HORIZONTAL TOPICS

Because of their general nature and potential links with each of the five themes, no specific theme will be dedicated to these topics. Authors are nevertheless encourages to – where relevant and suitable – include employment in tourism, sustainability and competitiveness, same‐day visitors and SMEs in their analytical framework.

1 See http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_OFFPUB/KS‐RA‐08‐016/EN/KS‐RA‐08‐016‐EN.PDF Besides data on physical tourism flows (number of visitors, number of nights spent) and monetary flows (tourism expenditure, debit and credit of an economy), the potential of creation jobs and the quality of employment in the tourism sector remains at a constant high.

In all phases of the business cycle, but especially in times of economic slowdown, the sustainability and competitiveness of the tourism sector is an essential concern for decision‐makers in the industry and for policy makers.

The importance of same-day visits for the tourism sector can't be ignored. In the European countries where data is available, expenditure by same‐day visitors accounts on average for more than half of domestic tourism expenditure.

The majority of businesses operating in the tourism sector are small or medium‐sized, and the strategic importance of SMEs in tourism lies in their economic value and their substantial job‐creation potential, but also in the stability and prosperity they can bring for local communities whilst safeguarding the local identity of destinations.

 

Janúar

Lokaverkefnisverðlaun Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Auglýst eftir verkefnum

Rannsóknamiðstöð ferðamála veitir árlega 100.000 króna verðlaun styrkt af Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verða þau nú afhent í sjöunda sinn á aðalfundi SAF, 22. mars nk. Dómnefnd er skipuð stjórn og forstöðumanni RMF.

Til að verkefni komi til greina þarf það að fjalla um ferðamál og ferðaþjónustu á Íslandi. Skal því hafa verið skilað á árinu 2011 og hlotið fyrstu einkunn. Einnig er horft til þess:

    * Að verkefnið sé frumlegt og leiði hugsanlega til möguleika á nýsköpun í ferðaþjónustu á Íslandi.

    * Að verkefnið uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru alþjóðlega til rannsóknarritgerða og sýni fagleg vinnubrögð í hvívetna.

    * Metið er eftir            

                + afmörkun viðfangsefnis

                + skýrleika rannsóknarspurninga

                + Innra samhengi

                + Byggingu texta

                + Hvort ritgerð byggi á sjálfstæðri rannsóknarvinnu

                + Hversu djúpt er kafað í efnið

                + Hversu læsilegt og vel frágengið verkið er

 

Eintak af lokaverkefnum skulu send Edward H. Huijbens, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála rafrænt á edward@unak.is eða á póstfangið, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/Norðurslóð, 600 Akureyri.

Nánari upplýsingar eru á www.rmf.is, eða hjá forstöðumanni; edward@unak.is

 

Er öflug greining markhópa grunnur að auknum tekjum af ferðamönnum?

Fimmtudaginn 12. janúar stóð Íslandsstofa fyrir fræðslufundi um markaðs- og markhópagreiningar í ferðaþjónustu.

Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík kl. 13-15. 

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála kynnti stöðu markaðssetningar í íslenskri ferðaþjónustu og ræddi um hvernig markaðsrannsóknir gætu með bestum hætti nýst henni. Aðalfyrirlesari á fundinum var William Harding, sérfræðingur frá Canadian Tourism Commission, sem kynnti víðtækar markhópagreiningar sem framkvæmdar hafa verið fyrir kanadíska ferðaþjónustu á undanförnum árum.

Erindi Edward má lesa hér, en glærur eru hér