Fundað um viðbrögð við krísu í ferðaþjónustu í Barselóna

Annar staðarfundur Erasmus+ verkefnisins Tourism Crisis Navigation var haldinn á dögunum í Barselóna á Spáni. Í þetta skiptið var fundurinn haldinn af Funiber sem er einn af samstarfsaðilum þessa verkefnis. En að þessu verkefni koma samstarfsaðilar frá Þýskalandi, Spáni, Írlandi, Danmörku, Skotlandi og Íslandi.

Á fundinum var rætt um næstu skref verkefnisins og hugmyndir ræddar og efni búið til, til þess að koma verkefninu á framfæri. 

 

 

Einn af þátttakendum verkefnisins í viðtali


Verkefninu ´Tourism Crisis Navigation´  er ætlað að þróa námsskrá og námsefni til að gera menntastofnunum kleift að bjóða uppá fræðslu og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu, til þess að öðlast þá færni, tæki og tól sem nauðsynleg eru til að takast á við kreppu á áhrifaríkan hátt.

Afurðirnar verða miðaðar að:

  • Litlum og meðalstórum fyrirtækjum
  • Fyrir ferðamálanámi á háskólastigi
  • Svæðisbundnu stoðkerfi ferðaþjónustunnar

Afurðir verkefnisins verða fríar og aðgengilegar öllum. Verkefninu á að ljúka seinnipart árs 2023.

Næsti staðarfundur verður svo haldinn í byrjun október á Íslandi.

 

https://www.tourismrecovery.eu/
https://www.facebook.com/tourismcrisisrecovery

#tourismcrisis #tourismrecovery #tourismCOVID #erasmus+

Frá fundinum