Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu

Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu, þriðjudaginn 9. júní kl. 13:00 í Öskju stofu 130

 

Dejan Krizaj, lektor í ferðamálafræði við Primorska háskóla í Slóveníu mun fjalla um nýsköpun í ferðaþjónustu og leiðir sem stjórnvöld í Slóveníu hafa farið til að efla nýsköpunarstarf í greininni.

Dejan Krizaj hefur víðtæka reynslu af rannsóknum og ráðgjafastörfum á sviði nýsköpunar í ferðaþjónustu, m.a. í samstarfi við Ferðamálaráð Slóveníu. 

Í fyrirlestri sínum mun hann fjalla um leiðir til að greina og meta nýsköpun í ferðaþjónustu og kynna leiðir sem ætlað er að ýta undir nýsköpun í ferðaþjónustu.

 

Allir velkomnir

 

Fyrirlesturinn er skipulagður af Land- og ferðamálafræðistofu.