Umhverfi og regluleg hreyfing
Við HÍ er nýlokið tveggja daga ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum.
Gunnþóra Ólafsdóttir, sérfræðingur á RMF, kynnti þar fyrstu niðurstöður þverfaglegrar rannsóknar á áhrifum reglulegrar hreyfingar í náttúrulegu umhverfi á líðan fólks og heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort umhverfið þar sem regluleg hreyfing fer fram, hafi mælanleg áhrif á viðhald litningaenda (telomeral) sem verja erfðaefni litninga manna.
Verkefnið sem á ensku kallast Breathing Spaces: Relating to Nature in the Everyday and its Connections to Health and Wellbeing (BREATH), er sjálfstætt framhald af doktorsverkefni Gunnþóru þar sem viðfangsefnið var aðdráttarafl íslenskrar náttúru fyrir ferðamennsku og endurnýjandi áhrif náttúrunnar á líðan fólks. Þar komu fram ákveðnar vísbendingar um að ferðamennska og upplifun á náttúrunni væri að hluta til drifin af lífeðlisfræðilegum hvötum sem tengjast streitu í daglegu lífi.
BREATH var unnið í þverfaglegri samvinnu 13 vísindamanna frá Háskólanum í Lúxemborg, Háskólans í Exeter, Háskóla Íslands, Reykjalundi, Landspítala Háskólasjúkrahúss og frumkvöðlum í telomererannsóknum við Kalíforníuháskólann í San Francisco. Nóbelsverðlaunahafinn Elízabeth Blackburn vann með hópnum þangað til hún tók við embætti forseta SALK Institute í Bandaríkjunum í ársbyrjun 2016.
Ríkisútvarpið ræddi við Gunnþóru um rannsóknina og niðurstöður hennar, umfjöllun sem sjá má hér.