Hugtakasafn ferðaþjónustunnar
28.11.2017
Nýlega var gefið út hugtakasafn ferðaþjónustunnar. Safnið telur yfir 300 íslenskar þýðingar enskra orða og hugtaka sem tengjast ferðamennsku og ferðaþjónustu.
Í hugtakasafninu er að finna annars vegar beinar þýðingar orða og orðasambanda og hins vegar skýringar og skilgreiningar á ensku og íslensku.
Í inngangi útgáfunnar segir meðal annars: Það er von samstarfshópsins að hugtakasafnið stuðli að sameiginlegu tungumáli og skilningi innan starfsstétta ferðaþjónustunnar og liðki þannig fyrir samskiptum, ásamt því að mynda brú milli starfandi aðila ferðaþjónustunnar og svo þeirra sem koma að menntun starfsstéttarinnar.
Hugtakasafnið má opna með því með því að smella hér.