Hvernig tekst ferðaþjónustan á við krísu? Kynning á námskeiðum
Á dögunum hélt RMF fyrsta kynningarfundinn á afurðum Erasmus+ verkefnisins T-Crisis NAV. Verkefnið snýr að hönnun ítarlegs námsefnis sem hefur það að markmiði að efla ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaþjónustuna alla til að takast á við krísu. Mættu 14 galvaskir starfsmenn og doktorsnemar í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Í verkefninu voru þróuð tvö námskeið, annars vegar námskeið sem miðar að því að efla rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í krísu, hins vegar námskeið miðað að svæðisbundinni krísustjórnun í ferðaþjónustu.
Námsefnið er öllum aðgengilegt sem hafa áhuga á að nýta það í kennslu. Námsefnið má finna á heimasíðu verkefnisins.
Við hvetjum öll áhugasöm til að skoða efnið, þarna má finna fjölbreytt kennsluefni sem stutt er með raundæmum og frekara lesefni.
Næsta kynning á námsefninu verður 29. ágúst á klasafundi Íslenska ferðaklasans.