Kall eftir ágripum: Ráðstefna um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum
08.06.2017
13. alþjóðlega ráðstefnan um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations) mun fara fram 29. – 30. september 2017 í Háskóla Íslands. Ráðstefnan ber yfirskriftina “Tackling Overtourism – Local Responses”. Frestur til að skila ágripum er til 10. júlí nk.
Á ráðstefnunni verður hugtakið „overtourism“ í forgrunni og verður kannað hvaða aðgerða er þörf til að tryggja sjálfbæra þróun ferðamennsku á stöðum þar sem álag vegna ferðamennsku er hvað mest.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru Rannsóknamiðstöð ferðamála, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landgræðslan, Responsible Tourism Partnership og Háskólinn í Plymouth.