Kall eftir greinum: Aksturferðamennska í dreifbýli: Hreyfanleiki, innviðir og upplifun
Tímaritið Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism hefur birt kall eftir greinum í sérhefti sem ber heitið Rural Drive Tourism: Navigating Futures through Mobility, Infrastructure and Experience. Sérheftið tekur til ferðamennsku í dreifbýli og því hvernig hreyfanleiki og vegainnviðir móta upplifun ferðamanna og hefur áhrif á samfélög í dreifðum byggðum.
Óskað er eftir greinum sem fjalla um aksturferðamennsku í dreifbýli frá ólíkum sjónarhornum, meðal annars um upplifun ferðamanna af vegum og landslagi, skipulag ferðamannaleiða, sjálfbærni og hvernig (ferða)þjónusta nýtist bæði ferðafólki og heimamönnum. Einnig er lögð áhersla á hvernig ferðamennska og vegakerfi fléttast saman í mótun upplifunar og tengsla við staði.
Sérheftið tengist einnig rannsóknaneti um akstursferðamennsku í dreifbýli sem RMF á aðild að en meðal ritstjóra þess eru Þórný Barðadóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir sérfræðingar RMF.
Allar upplýsingar um greinakallið og innsendingu greina má finna á heimasíðu tímaritsins.