Kortlagning auðlinda ferðaþjónustu
25.11.2013
Í nóvember mánuði hefur undirbúningur staðið vegna lokafundar meðal hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Rangárþingi Ytra, Eystra, Ásahreppi, Skaftárhreppi og Mýrdal vegna frumverkefnis um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustu á svæðinu.
RMF gaf út skýrslu vegna vinnu við kortlagningu og framkvæmd hennar í október 2012, en hana er hægt að finna í lista útgefins efnis á heimasíðu RMF. Síðan þá hefur vinnan snúist um hvernig gera má gögnin aðgengileg og nýtanleg fyrir heimafólk. Nú er að koma mynd á það í samvinnu við Landmælingar Íslands og mun Ferðamálastofa sem kostar vinnuna og heldur utan um hana, halda fund á VÍk í Mýrdal þriðjudaginn 26. nóvember til að kynna stöðu mála.