Kristján Alex hlýtur verðlaun fyrir lokaverkefni til BS-prófs í ferðamálafræði
Nálgun Kristjáns Alex á tengslum tækniframfara og ferðamennsku framtíðarinnar er bæði nýstárleg og áhugaverð. Kristján Alex fetar ótroðnar slóðir í rannsóknum innan ferðamennsku á Íslandi og tekst honum vel upp með að sýna annars vegar fram á þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði og hins vegar fram á nýja möguleika í vöruþróun sem geti verið íslenskri ferðaþjónustu til framdráttar.
Brynja Eiríksdóttir og Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir: Hér er allt í lagi! Hvernig hafa áherslur þróast í markaðsátakinu Inspired by Iceland?
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Heiðrún Harðardóttir: Áhrif aukningu í ferðaþjónustu á húsnæðismarkaðinn á Íslandi
Ferðamálafræði, Háskólinn á Hólum
Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurðardóttir
Katla Eiríksdóttir og Steinþóra Sif Heimisdóttir: „Jöklarnir verða ekki hér að eilífu”: Samfélagsábyrgð fyrirtækja í takt við ábyrga ferðamennsku
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinendur: Edda Ruth Hlín Waage og Ásdís Aðalbjörg Arnalds
Kristín Jezorski: Eðlishyggja og kvenímyndin: Birtingarmynd íslenskra kvenna í nýstárlegu markaðsefni ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Kristján Alex Kristjánsson: Myndræn menning og landslag: Tækifæri sýndar- og viðbótarveruleika til að skapa upplifun fyrir ferðamenn
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Gunnar Þór Jóhannesson
Lena Hulda Nílsen og Rakel Sesselja Hostert: Það gerast nefnilega ljótir hlutir á fallegum stöðum: Myrk saga Þingvalla sem tækifæri í ferðaþjónustu
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Katrín Anna Lund
Sigrún Elfa Bjarnadóttir: Ferðamönnum virðist allt leyfilegt: Áhrif ferðamennsku á lífsgæði heimamanna í Öræfum
Ferðamálafræði, Háskóli Íslands
Leiðbeinandi: Edda Ruth Hlín Waage