Kynning á nýju fræðsluefni We Lead

RMF hélt kynningu í vikunni á evrópska samstarfsverkefninu We Lead og síðustu afurðum þess. Kynningin var haldin á netinu sem hluti af fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og sköpuðust skemmtilegar umræður að kynningu lokinni.

We Lead hófst haustið 2022 og markmiðið með því hefur verið að útbúa fræðsluefni í opnum aðgangi til að bæta þekkingu og hæfni til að takast á við áskoranir sem konur innan ferðaþjónustunnar mæta. Þar að auki er mikilvægt að leiðtogaþjálfun fyrir konur í ferðaþjónustu snerti einnig á stærsta viðfangsefni samtímans; loftslagsbreytingum. Því hafa samstarfsaðilar í gegnum síðustu tvö árin viljað draga fram mikilvægi þess að skoða jafnræði kynjanna, leiðtogakenningar, sjálfbæra ferðaþjónustu og loftslagsaðgerðir á heildrænan hátt í öllu því fræðsluefni sem kom út frá We Lead verkefninu.

Allt kennslu- og fræðsluefni er að finna á heimasíðu verkefnisins á íslensku, ensku og spænsku.

https://weleadproject.eu/

Nýjasta fræðsluefni kom út núna í september og samanstendur af…

Handbók fyrir leiðbeinendur og leiðtoga innan ferðaþjónustunnar sem vilja stuðla að og tala fyrir auknu kynjajafnvægi innan greinarinnar og sjálfbærri ferðaþjónustu.

Handbókin inniheldur:

  • Úrræði og ábendingar um hvernig þú getur samþætti sjálfbærnismarkmið Sameinuþjóðanna inn í starfið þitt.
  • Af hverju það sé mikilvægt að ræða þessi málefni og hvernig þú getur orðið talsmaður jafnræðis og sjálfbærni.
  • Dæmi um herferðir og frumkvæði ásamt gagnlegum tenglum og úrráðum til að hvetja þig til að grípa til aðgerða í þessum málaflokkum!

 

 

Leiðarvísar sem ætlað er að veita innblástur fyrir hvernig hægt sé að hrinda af stað stafrænni herferð, hvernig slík herferð getur verið samsett og hvaða aðferðum ferðaþjónustuaðilar og aðrir hagsmunaaðilar geta notað til að vekja athygli á sínum málstað og hefja samtalið. Leiðarvísirinn er hannaður sem viðauki við Handbók We Lead’s fyrir leiðbeinendur og leiðtoga innan ferðaþjónustunnar. Í þeim er að finna ábendingar um hvernig þú getur fangað athygli þíns markhóps og tillögur að efni sem þú getur útbúið fyrir Instagram og/eða aðra samfélagsmiðla.

Við útbjuggum tvær útgáfur af leiðarvísinum:

  1. Leiðarvísir um netherferðir: Að efla forystu kvenna í ferðaþjónustu
  2. Leiðarvísir um netherferðir: Að efla sjálfbæra ferðaþjónustu

 

Og að lokum er það Stafræn miðstöð (e. Digital Hub) þar sem við höfum safnað saman hinum ýmsu verkfærum og upplýsingum sem geta nýst konum og öðrum aðilum innan ferðaþjónustunnar sem vilja fá innblástur inn í sitt starf og fyrir þær sem vilja mynd tengslanet við aðrar konur innan ferðaþjónustu í Evrópu. Því hluti af stafrænu miðstöðinni er LinkedIn hópur sem öllum er velkomið að gerast aðili að.