Laust starf: Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Starf forstöðumanns felur meðal annars í sér yfirumsjón með allri starfsemi og rekstri rannsóknamiðstöðvarinnar.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 1. mars 2016. Starfsstöðin er á Akureyri.
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum að Hólum. Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa eiga einnig aðild að RMF. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu á ferðamálum gegnum innlent og erlent samstarf.
Helstu ábyrgðarþættir forstöðumanns
Frumkvæði og forysta um málefni miðstöðvarinnar. Forstöðumaður annast daglegan rekstur, hefur stjórnsýslulega og rekstrarlega ábyrgð á málefnum miðstöðvarinnar. Hann sér um áætlanagerð og hefur yfirumsjón með fjáröflun. Hann fer með framkvæmd starfsmannamála á miðstöðinni. Hefur yfirumsjón með innlendum og erlendum samskiptum miðstöðvarinnar. Forstöðumaður er ábyrgur gagnvart stjórn Rannsóknamiðstöðvarinnar og rektor Háskólans á Akureyri.
Menntunar- og hæfiskröfur:
- Meistarapróf sem nýtist í starfi.
- Reynsla af rekstri, stjórnun og verkefnastjórnun.
- Hæfileiki til að byggja upp og leiða teymi starfsmanna.
- Reynsla og áhugi á rannsóknum og störfum tengdum ferðamálum.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
- Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
- Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
- Krafist er framúrskarandi samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Umsóknir eru metnar út frá því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir RMF.
Umsóknarfrestur er til og með 27. desember 2015. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Umsóknir og fylgigögn skal senda skrifstofu rektors, Háskólanum á Akureyri, Sólborg, Norðurslóð 2, 600 Akureyri. Einnig skal senda umsóknir og fylgigögn á rafrænu formi, eftir því sem hægt er, á netfangið rektor@unak.is, eða vísa til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi.
Helstu fylgigögn með umsókn eru:
- Greinargerð umsækjenda um helstu áherslur í starfi forstöðumanns, í samræmi við stefnu RMF og Háskólans á Akureyri.
- Yfirlit yfir nám og störf ásamt staðfestum prófskírteinum.
- Umsagnir tveggja yfirmanna og æskilegt að önnur sé frá núverandi yfirmanni.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.
Upplýsingar um Rannsóknamiðstöð ferðamála er að finna á vef miðstöðvarinnar undir slóðinni: http://www.rmf.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, netfang: gudrunth@unak.is
Öllum umsækjendum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu í starfið. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.