Lífríki norðurslóða - Ljósmyndasýning við Hörpu
Í dag, 20. maí, opnar við Hörpu í Reykjavík ljósmyndasýning sem er afrakstur ljósmyndasamkeppninnar Lífríki norðurslóða "Í gengum linsuna" þar sem lífríki norðurslóða er í brennidepli.
Keppninni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi lífríkisins á norðurslóðum og benda á þann fjölda áskoranna sem það stendur frammi en jafnfram að sýna áhorfandanum fegurð og töfra þessa einstaka svæðis. Ljósmyndakeppnir undir þessu heiti voru haldnar árin 2014 og 2018 og þeim báðum fylgt eftir með fjölda sýninga á Íslandi og erlendis.
Lífríki norðurslóða "Í gegnum linsuna" verkefnið er leitt af skrifstofu CAFF, vinnuhóps Norðurskautsráðsins um verndun lífríkisins á norðurslóðum, í samvinnu við IASC, Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndina, en höfuðstöðvar beggja eru í norðurslóðabænum Akureyri.
RMF er meðal fjölmargra annarra aðila sem komið hafa að verkefninu.
Myndir sem unnu til verðlauna í samkeppninni árið 2018 má sjá hér og myndir frá árinu 2014 má skoða hér.