Málstofa Auðlindadeildar og RMF
Málstofa Auðlindadeildar í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála
Þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 12.00 – 13.00
í stofu K201 í Háskólanum á Akureyri
Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Andrés Arnalds
Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins
Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. Álag á viðkvæma staði og ferðaleiðir er víða of mikið og afleiðingin er tímabil stórfelldra skemmda á viðkvæmri náttúru landsins. Það bíða fjölmörg og áríðandi verkefni ef tryggja á framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og efla fagmennsku við slíkar úrbætur. Hve vel eru stjórnvöld, stofnanir og hinir ýmsu hagsmunaaðilar í stakk búin í að vernda gullgæs ferðaþjónustunnar, náttúru Íslands? Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar sem ferðamál en ekki umhverfismál?
Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann menntaður í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og sérfræðingur í vistfræði beitilanda og landgræðslu frá ríkisháskólunum í Washington og Colorado í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um útivist og hefur ferðast víða bæði innan lands og utan.
Allir velkomnir