Málstofa: Munu útlendingar þjóna útlendingum?
MÁLSTOFA Í VIÐSKIPTAFRÆÐI
24. apríl 2015
kl. 12.10 – 12.55
í stofu M102 í Sólborg við Norðurslóð
Munu útlendingar þjóna útlendingum?Framtíð vinnumarkaðar í íslenskri ferðaþjónustuEdward H. Huijbens, prófessor og sérfræðingur á
|
Erindið mun taka saman helstu stærðir í íslenskri ferðaþjónustu og sýna hvernig þróun hennar verður til nánustu framtíðar og hvaða forsendur eru þar að baki. Sjónum verður sérstaklega beint að áætlaðri vinnuaflsþörf og hvernig mögulegt væri að meta hana. Það mat verður sett í samhengi við framboð menntunar í ferðaþjónustu í landinu og hugmynda um hvernig mæti koma til móts við vinnuaflsþörfina gegnum menntun og breytta samsetningu íslensks vinnumarkaðar.
Rýnt verður sérstaklega í einkennandi ferðaþjónustugreinar til að meta fjölgun starfandi í þeim og sú fjölgun sett í samhengi við fjölgun starfandi á landinu öllu og hlutdeild útlendinga þar í.
Niðurstöður sýna að með áframhaldandi hagvexti sem drifin verður áfram af ferðaþjónustu mun aðeins tvennt koma til greina. Annarsvegar að vinnuafl færist í stórum stíl úr öðrum atvinnugreinum í ferðaþjónustu innanlands, en fátt bendir hinsvegar til slíkra flutninga. Hitt er að flytja inn vinnuafl til að mæta fjölgun starfandi í ferðaþjónustu. Í báðum tilfellum þarf að gera mikla bragabót í menntun og starfsþjálfun í greininni og mun erindið enda á tillögum þar að lútandi.
Sjá viðtal við Edward um erindi