Málstofa um frumkvöðlastarfsemi í ferðaþjónustu

25. ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin dagana 31. október og 1. nóvember í Háskóla Íslands.

RMF stendur fyrir málstofu á ráðstefnunni undir heitinu Frumkvöðlastarfsemi í ferðaþjónustu – sjálfbærni til framtíðar en þar munu nokkrir íslensku höfundar kafla úr nýútkominni bók Tourism Entrepreneurship: Knowledge and Challenges for a Sustainable Future, sem gefin var út af Springer Palgrave, greina frá sínum rannsóknum og niðurstöðum.

Í bókinni er frumkvöðlastarf og tengsl þess við sjálfbæra þróun ferðaþjónustu skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum en rauði þráðurinn er hlutverk þekkingar til að bregðast við áskorunum sem frumkvöðlar í ferðaþjónustu standa frammi fyrir og hvernig hún stuðlar að sjálfbærri framtíð.

Málstofan verður haldin föstudaginn 1.nóvember kl 13:00-14:45 í stofu 220 í Aðalbyggingu HÍ þar sem eftirfarandi erindi verða haldin.

  • Þjónustugæði, orðspor og frammistaða (ágrip). Magnús Haukur Ásgeirsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson.
  • Vistkerfi frumkvöðla í krísu – Íslensk ferðaþjónusta á tímum COVID-19 (ágrip). Íris Hrund Halldórsdóttir.
  • Hvað einkennir starfsemi Airbnb í dreifðum byggðum? (ágrip). Birgit Leick, Susanne Gretzinger, Jie Zhang, Farhana Yeasmin, Vera Vilhjálmsdóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á föstudaginn eftir viku!