Málstofukall: Eftirlit og mat á sjálfbærni í eyjaferðamennsku: áskoranir og nýjungar í þróun áfangastaða

RMF er meðal skipuleggjanda málstofu um eyjaferðamennsku á ráðstefnunni Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research, sem haldin verður á Borgundarhólmi frá 17-19. September 2025.

Málstofan fjallar um eyjaferðamennsku með áherslu á sjálfbærar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem lítil eyjasamfélög standa frammi fyrir. Hér má lesa meira um málstofuna.

Málstofan er skipulögð af Ásu Mörtu Sveinsdóttur, sérfræðingi hjá RMF, Laufeyju Haraldsdóttur, lektor hjá Háskólanum á Hólum, og Mauro Ferrante, prófessor hjá Háskólanum í Palermo.

Hér er hægt að senda inn ágrip og fá frekari upplýsingar um ráðstefnuna.