Málstofur um ferðamál á rafrænum Þjóðarspegli 2020

Föstudaginn 30. október verður Þjóðarspegill HÍ haldinn í 21. sinn. Þrjár málstofur helgaðar ferðamálum eru á dagskrá ráðstefnunnar. Auk þess má finna einstök erindi um ferðamál víðar í þeim 52 málstofum sem eru á dagskrá ráðstefnunnar.

Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir tveimur málstofum um ferðamál í samvinnu við rannsakendur við Háskóla Íslands. Viðhorf erlendra ferðamanna, staða erlends starfsfólks, áhrif orkugeirans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og áhrif Covid-19 eru á meðal viðfangsefna sem kynnt verða í málstofunum tveimur.

Háskólinn á Hólum verður með málstofu um ferðamál í dreifbýli. Þar eru kynntar niðurstöður rannsókna á viðhorfum ferðamanna í selaskoðun, tungumálum í ferðaþjónustu, hefðum og menningararfi í hestaferðum, vistvænni matvælaframleiðslu og viðhorfum brautskráðra nemenda í ferðamálafræði og viðburðastjórnun.

Þjóðarspegill er árleg ráðstefna í félagsvísindum við Háskóla Íslands. Ráðstefnan er rafræn í ár og verða málstofur haldnar í streymi.

 

 

 

Málstofur um ferðamál á Þjóðarspegli 2020

  

Málstofa um ferðamál 

Tímasetning málstofu: 09:00-12:45
Hlekkur á streymi
Málstofustjórar: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Þorvarður Árnason

 

Fyrri hluti kl. 09:00-10:45

Langtímarannsókn á viðhorfum ferðamanna í Landmannalaugum
Anna Dóra Sæþórsdóttir

Erlendir ferðamenn í Landmannalaugum: Fyrirframþekking og upplifun af landslagi
Edda R. H. Waage

Vindorka og viðhorf ferðaþjónustunnar
Margrét Wendt

Sjálfbærnivísar sem stýritæki í þróun ferðamennsku
Rannveig Ólafsdóttir

Perceived size of the impact area of renewable energy infrastructure on tourism: Views of the tourism industry
Edita Tverijonaite og Anna Dóra Sæþórsdóttir


Seinni hluti kl 11:00-12:45

Vald og hreyfanleiki á íslenskum vinnumarkaði
Magnfríður Júlíusdóttir

Staða erlendra starfsmanna í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu Hornafirði á tímum COVID – 19
Arndís Ósk Magnúsdóttir, Þorvarður Árnason, Soffía Auður Birgisdóttir og Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Viðhorf og staða atvinnurekenda í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu Hornafirði á tímum COVID-19
Hafdís Lára Sigurðardóttir, Þorvarður Árnason, Soffía Auður Birgisdóttir og Arndís Lára Kolbrúnardóttir

Rafræn fræðsla í ferðaþjónustu: Áskoranir, tækifæri og góð fordæmi
Gunnar Þór Jóhannesson, Lilja Karen Kjartansdóttir og María Guðmundsdóttir

Að taka á móti kínverskum ferðamönnum: Upplifun og reynsla íslenskra ferðaþjónustuaðila
Vera Vilhjálmsdóttir

 

 

Ferðamál í dreifbýli

Tímasetning málstofu: 13:00-14:45
Hlekkur á streymi
Málstofustjóri: Anna Vilborg Einarsdóttir

Values, opinions, and perceptions of visitors to inform management at seal watching related sites in Húnaþing vestra

Cécile Chauvat, Jessica F. Aquino og Sandra M. Granquis

Tungumál í ferðaþjónustu
Anna Vilborg Einarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Ágústa Þorbergsdóttir

Hestaferðir sem hefð: Að vera ferðamaður í eigin landi
Guðrún Helgadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir

„Það sem ég kann best“: Afdrif brautskráðra nemenda úr ferðamálafræði og viðburðastjórnun við HH og HÍ 2013-2018
Laufey Haraldsdóttir og Gunnar Þór Jóhannesson

Aukin verðmætasköpun með framleiðslu á „Grass fed“ afurðum
Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Laufey Haraldsdóttir