Málstofur um ferðamál á rafrænum Þjóðarspegli 2021

Föstudaginn 29. október 2021 verður Þjóðarspegill Háskóla Íslands haldinn í 22. sinn. Í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum, stendur Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir þremur málstofum um ferðamál.

Erindin sem flutt verða fjalla öll um ferðamál í fjölbreytilegu samhengi sem þó má gróflega setja í þrjá undirflokka: ferðamennska, mannvirki og náttúra; áhrif heimsfaraldurs og samfélag og menning.

Þjóðarspegill er árleg ráðstefna í félagsvísindum við Háskóla Íslands. Ráðstefnan er rafræn í ár og verða málstofur haldnar í streymi.

 

Sjá tímasetningu málstofana og heiti ágripa hér fyrir neðan:

 

 

 



11:00-12:45 Málstofa um Ferðamál I: Ferðamennska, Mannvirki og Náttúra
Málstofustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Innviðir á miðhálendi Íslands: Óskir ferðaþjónustunnar
Margrét Wendt og Anna Dóra Sæþórsdóttir

Viðhorf ferðaþjónustunnar til miðhálendisþjóðgarðs
Anna Dóra Sæþórsdóttir

Vindmyllur í byggð – bjargráð eða umdeildar búsifjar?
Magnfríður Júlíusdóttir

The interrelationships of renewable energy infrastructure and tourism: Findings of a systematic literature review
Edita Tverijonaite og Anna Dóra Sæþórsdóttir

 

13:00-14:45 Málstofa um Ferðamál II: Áhrif Heimsfaraldurs
Málstofustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Sumarið 2020 er eitt besta ferðasumar sem ég man eftir! – Ferðahegðun og upplifun Íslendinga á tímum COVID-19
Elva Dögg Pálsdóttir

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu á tímum Covid-19
Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Kófið tæklað – Rannsókn á bjargráðum í ferðaþjónustu
Kristófer Orri Guðmundsson og Ragnhildur Pétursdóttir

Seigla í íslenskri ferðaþjónustu – Viðbrögð við krísu
Íris H. Halldórsdóttir

Skemmtiskipaferðamennska á Ísafirði á óvissutímum
Ása Marta Sveinsdóttir

 

15:00 - 16:45 Málstofa um Ferðamál III: Samfélag og Menning
Málstofustjóri: Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Þar sem malarvegurinn byrjar – Tengsl staðarmyndunar og hreyfanleika á jaðrinum
Þórný Barðadóttir

Hvaða minjar eru merkilegar? Viðhorf íbúa Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar til minjastaða
Vera Vilhjálmsdóttir

Fjöldi ferðamanna og ferðaleiðir þeirra
Gyða Þórhallsdóttir

 

Einnig viljum við vekja athygli á málstofunni Gosið í Geldingadölum: Brugðist við nýju landslagi þar sem fjallað verður um gosið í Geldingadölum út frá sjónarhóli landfræði og mannfræði. Sú málstofa hefst klukkan 9:00 og lýkur 10:45.