Málstofur um ferðamál á Þjóðarspegli

Rannsóknir á vegum RMF verða meðal þess sem kynnt verður á árlegum Þjóðarspegli Háskóla Íslands nk. föstudag, 28. október.

Erindi á vegum RMF verða kynnt í málstofu sem ber heitið Markaðs- og ferðamálafræði I: Eyrún Jenný Bjarnadóttir sérfræðingar kynnir niðurstöður samstarfsrannsóknar RMF og Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem ber heitið Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir – ólík sýn. Þá mun Þórný Barðadóttir sérfræðingur við RMF kynna rannsóknina Fjölmiðlar og ferðaþjónusta.

 

Allar málstofur Þjóðarspegils um ferðamál fara fram í Lögbergi, stofu 201, sjá eftirfarandi dagskrá. 

 

Kl. 09.00-10.45: Landslag, víðerni, verndun og virkjanir

Anna Dóra Sæþórsdóttir og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist: Niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar

Magnfríður Júlíusdóttir
Kynjuð viðhorf til virkjana og verndunar landsvæða

Rannveig Ólafsdóttir og Anna Dóra Sæþórsdóttir
Viðhorf og upplifun Íslendinga á víðernum

Edda R.H. Waage og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Hvernig má leggja mat á fagurferðilegt gildi landslags?

 

Kl. 11.00 – 12.45: Markaðs- og ferðamálafræði I

Lilja Karlsdóttir og Magnús Haukur Ásgeirsson
Viðskiptatengd ferðamennska: Virðisskapandi þættir í markaðsmiðun M.I.C.E ferðamennsku í Reykjavík

Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Arnar Þór Jóhannesson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir - ólík sýn

Þórný Barðadóttir
Fjölmiðlar og ferðaþjónusta

 

Kl. 13.00 – 14.45 Markaðs- og ferðamálafræði II

Lilja B. Rögnvaldsdóttir
Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum

Anna Dóra Sæþórsdóttir
Greining á viðhorfum markhópa á vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi

Ingibjörg Sigurðardóttir
Landsmót hestamanna sem viðburður: Heildstæð viðburðarrannsókn

Iryna Charnyk og Gunnar Óskarsson
On shore vs. on board: Market segmentation of cruise passengers and marketing of local products and services to them

 

Veggspjaldakynningar verða í Gimli, stofu 201. Á veggspjaldakynningu C kl. 13:00-14:45, verða til kynningar rannsókn á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Social Sustainability of Tourism: A Qualitative Study og Existential Transformation or Tourist Fantasy?

 

Hér má sjá dagskrá Þjóðarspegils í heild sinni.