Fundur fólksins í Norræna húsinu: Ferðalag um ferðaþjónustuna
Laugardaginn 13. júní kl. 10-11 stendur Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir málþinginu "Ferðalag um ferðaþjónustuna" sem haldið verður í stóra salnum í Norræna húsinu.
Á málþinginu verður gestum boðið í ferðalag um íslenska ferðaþjónustu sem nú stendur á tímamótum.
Dagskrá:
- „Syngjandi sæll og glaður…“: Um samfélag við ferðaþjónustu
Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands - Hvað vitum við um ferðaþjónustu og þyrftum helst að vita?
Edward H. Huijbens, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri - Íslensk ferðaþjónusta í sókn
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar
Málfreyja: Kristín Sóley Björnsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Fundur fólksins er þriggja daga lífleg hátíð um samfélagsmál að norrænni fyrirmynd, sem haldnir eru 11. til 13. júní í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Leiðarstefið eru opin skoðanaskipti en á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan- og utandyra.
Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri á öllum hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu.
Aðstandendur hátíðarinnar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Reykjavíkurborg og samstarfsráðherra Norðurlanda.
Heimasíða Fundar fólksins:
http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/
Facebook-síða Fundar fólksins:
https://www.facebook.com/events/1120956801252937/
Facebook-síða viðburðarins:
https://www.facebook.com/events/1578768225708576/