Málþing: Kynning á AR - tölvutækni sem lífgar við texta og myndir í þrívídd í snjalltækjum

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í EEA verkefni sem snýst um Augmented reality (AR) eða aukinn veruleika. Um er að ræðatölvutækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða erlendis m.a. í kennslu, ferðaþjónustu og hjá fyrirtækjum. AR býður upp ýmislegt umfram QR kóðann, sem dæmi má nefna þrívíddarhreyfimyndir. Tæknin getur nýst á ýmsa vegu en í stuttu máli gengur hún út á að hlaða niður appi í snjalltæki sem síðan lífgar við texta eða myndir. Sjón er hins vegar sögu ríkari og meðfylgjandi hlekkir á myndbönd skýra hugtakið nánar:

 

 

 

 

Erlendir samstarfsaðilar HA í verkefninu munu verða með opna kynningu á tækninni þann 5. Júní kl. 13.30-15.30 í Háskólanum á Akureyri, stofu M201. Kynningin fer fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur ásamt kaffiveitingum er ókeypis.

 

Dagskrá:

13.00   Welcome and Introduction

13.05   Background to Augmented Reality

13.30   Live Demonstrations of AR in Education for Entrepreneurship

14.00   Coffee Break

14.15   Live Demonstrations of AR in Education for Entrepreneurship

14.45   Closure followed by light refreshments

 

Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 4.júní á netfangið arnh@unak.is sem einnig veitir nánari upplýsingar. Jafnframt kæmi sér vel að þátttakendur kæmu með snjalltæki (síma eða spjaldtölvu), til að geta prófað tæknina.