Markaðsrannsókn kynnt á súpufundi ferðaþjónustunnar
20.02.2019
Elísabet Ögn Jóhannsdóttir sérfræðingur á RMF flutti í gær erindi um markaðssetningu og mörkun áfangastaða ásamt því að kynna yfirstandandi rannsókn á áfangastaðnum Norðurlandi.
Rannsóknin er samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum og er framkvæmd fyrir Markaðsstofu Norðurlands. Lesa má meira um verkefnið hér.
Erindið flutti Elísabet Ögn á súpufundi ferðaþjónustunnar en það er viðburður sem Akureyrarstofa stendur reglulega fyrir.