Mat á áhrifum Svartárvirkjunar
Unnið hefur verið mat á hugsanlegum áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar Svartár í Bárðardal á ferðamennsku og útivist.
Matið var samstarfsverkefni RMF og Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en unnið fyrir Verkís sem hluti mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar.
Með rannsókninni voru dregnar fram grunnupplýsingar um ferðaþjónustu, ferðamennsku og útivist sem mögulega raskast vegna fyrirhugaðrar virkjunar og ályktað um möguleg áhrif Svartárvirkjunar á Bárðardal, Norðausturland og á Ísland sem áfangastað ferðamanna.
Verkið byggði á viðtölum við innlenda og erlenda ferðaþjónustuaðila, útivistarfólk og ferðamenn sem og fyrirliggjandi gögnum og niðurstöðum um upplifun og viðhorf ferðamanna, ferðaþjónustuaðila og útivistarfólks til virkjana í vatnasviði Skjálfanda og annars staðar í náttúru Íslands.