Njótum yndisævintýraferða
Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur síðan í mars 2015 tekið þátt í verkefni sem snýr að vöruþróun yndisævintýraferða (e. slow adventure tourism).
Verkefnið ber heitir SAINT (e. Slow Adventure in Northern Territories) og var styrkt til apríl 2018 af Norðurslóðaáætlun ESB.
Hugmyndafræði hæglætis (e. slow movement) er hér sett í samhengi ferðalaga og ferðaþjónustu og hvernig efla má upplifun af náttúru og menningu staða, án þess að krefjast of mikils af umhverfi. Upplifunarferðir þar sem fólk gengur, rær, hjólar eða á annan hátt nýtur þess að drekka í sig umhverfi sitt með því að fara hægt yfir eru settar í forgrunn.
Verkefnið snérist um að skilgreina hvert innihald slíkra ferða gæti verið og hvaða hugmyndum þær tengjast um jákvæðar og góðar upplifanir. Úr vinnunni urðu til; viðmið til kynningar á yndisævintýraferðum gegnum vefmiðla (sem finna má hér á ensku), en einnig kynningarmyndbönd sem sýna hvað ólíkir þátttakendur sköpuðu í þessum anda á sínum heimasvæðum.
Hér má sjá stutt (3 mín) inngangsmyndband með samantekt frá hverju þáttökulanda þar sem hver og einn segir hvað yndisferðir eru fyrir þeim.
Frekari upplýsingar, hlekki á myndbönd og fleira gagnlegt efni fyrir áhugsama sem vilja bjóða yndisævintýraferðir má finna hér: www.slowadventure.org