Ný bók: Félagsleg sjálfbærni í aðfangakeðjum á norðurslóðum

 

Í dag kom út bókin Supply Chain Operations in the Arctic: Implications for Social Sustainability. Bókin fjallar um rannsóknir á félagslegri sjálfbærni í aðfangakeðjum mismunandi atvinnugreina á norðurslóðum.

Ritstjórar bókarinnar eru dr. Antonina Tsvetkova frá Háskólanum í Molde og dr. Konstantin Timoshenko frá Háskólanum í Suðaustur Noregi.

Í bókinni eru 13 kaflar eftir 26 fræðimenn. Einn kafli bókarinnar fjallar um félagslega sjálfbærni og aðfangakeðju ferðaþjónustunnar út frá sjónarhóli íbúa. Höfundar kaflans eru Guðrún Helgadóttir, Doris Effah-Kesse, Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Georgette Leah Burns og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. Kaflinn er afrakstur samstarfs rannsóknarhóps um félagsleg áhrif ferðaþjónustu og byggir hann á niðurstöðum rannsókna sem RMF hefur unnið fyrir Ferðamálastofu um viðhorf íbúa til ferðafólks og ferðaþjónustu á Íslandi.

Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu útgefanda: Routledge