Ný bók um ábyrga ferðaþjónustu á Norðurlöndunum

Nýlega kom út bókin Responsible Tourism Best Practices in the Nordic Countries. Forstöðumaður RMF, Guðrún Þóra, var einn af fjórum ritstjórum bókarinnar en hinir eru: Petra Blinnika og Minna Tunkkari-Eskelinen, báðar við Háskólann í Jamk, Finnlandi og Åsa Grahn, Stavanger háskóla, Noregi.

Í bókinni eru kynnt fjölbreytt dæmi um leiðir til að nálgast ábyrga ferðaþjónustu í verki vítt og breitt um Norðurlöndin. Um er að ræða átta kafla sem skiptast í tvö megin þemu:

  1. Hæfnisþróun og hlutverk einstaklingsins í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu.
  2. Mikilvægi samstarfs og samvinnu í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu.

Í inngangskafla er gefið stutt yfirlit yfir skipulag og stýringu ferðaþjónustunnar í hverju hinna fimm Norðurlandanna fyrir sig og í lokakafla draga ritstjórar saman helstu niðurstöður og horfa til framtíðar. Formála bókarinnar ritaði Harold Goodwin, prófessor emeritus við Manchester Metropolitan University. Harold er sporgöngumaður ábyrgrar ferðaþjónustu og hefur verið framkvæmdstjóri Samtaka um ábyrga ferðamennsku frá upphafi og stofnandi ráðstefnuraðar um ábyrga ferðamennsku.

Háskólinn í Jamk Finnlandi er útgefandi bókarinnar og frumkvæðið að útgáfunni kom frá finnsku samtökunum um ábyrga ferðaþjónustu (ICRT), sem stofnuð voru af Petra Blinnikka einum af ritstjórum bókarinnar.

Er þess vænst að bókin geti nýst jafnt fræðafólki sem og ferðaþjónustuaðilum og fólki í stoðgreinum ferðaþjónustunnar.

Hægt er að nálgast ókeypis rafrænt eintak hér.