Ný bók um frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu

Nýverið kom út bókin Tourism Entrepreneurship: Knowledge and Challenges for a Sustainable Future hjá Springer Palgrave. Segja má að bókin sé skilgetið afkvæmi rannsóknarhópsins Frumkvöðlastarf og fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu (Touref) sem RMF heldur utan um en er stýrt af Desiderio J. García Almeida frá háskólanum í Las Palmas á Kanaríeyum. Desiderio er einn af fjórum ritstjórum bókarinnar, hinir eru Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við HÍ, Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor í viðskiptafræði við HÍ og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF.

Umfjöllunarefni bókarinnar hverfist um frumkvöðlastarf og tengsl þess við sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, merkingu þess og birtingarmyndir. Rauði þráður bókarinnar er hlutverk þekkingar til að bregðast við áskorunum sem frumkvöðlar í ferðaþjónustu standa frammi fyrir og hvernig hún stuðlar að sjálfbærri framtíð.

Auk inngangskafla eru tíu kaflar eftir höfunda víðsvegar að, þar á meðal íslenskt fræðafólk frá HÍ, Hólum og RMF.

Bókina má nálgast HÉR.