Ný rannsókn á söguferðaþjónustu á Norðurlandi
05.04.2019
Rannsóknamiðstöð ferðamála og Markaðsstofa Norðurlands skrifuðu nýverið undir samning um rannsókn á söguferðaþjónustu á Norðurlandi, en verkefnið er stutt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gegnum Ferðamálastofu.
Verkefnið felst í því að leggja spurningakönnun fyrir ferðamenn á völdum söfnum og setrum á Norðurlandi í sumar ásamt greiningu á fyrirliggjandi gögnum. Helstu markmið með könnuninni er að fá betri innsýn í hvað það er sem dragi ferðamenn á þessa staði, hvað einkenni þennan markhóp og hver upplifun þeirra sé af heimsókninni, ásamt því að öðlast skilning á hvernig saga Norðurlands virki sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Starfsmaður verkefnisins er Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF.