Ný skýrsla um áfangastaðinn Grímsey
Í vikunni kom út ný skýrsla sem ber heitið Áfangastaðurinn Grímsey: núverandi staða og framtíðarsýn, og fjallar um ferðamennsku í Grímsey, norður af Íslandi. Eyjan liggur við heimskautsbaug og er rík af fuglalífi sem laðar að áhugasama ferðamenn.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða eðli og áhrif ferðamennsku/-þjónustu í Grímsey frá sjónarhorni ábyrgrar ferðamennsku. Bæði var litið til land- og skemmtiskipa ferðamennsku, og samanburður gerður þar á milli. Gagnaöflun fór fram sumarið og haustið 2022 í formi fókushópaviðtala og einstaklingsviðtala við íbúa, spurningakannana meðal ferðamanna og GPS mælinga á ferðum fólks um eyjuna.
RMF hlaut styrk úr Vísindasjóð HA til þess að vinna rannsóknina. Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, sá um verkefnastjórn fyrir hönd RMF í samstarfi við Laufeyju Haraldsdóttur lektor hjá Háskólanum á Hólum.