Nýir sérfræðingar hjá RMF
Tveir nýir sérfræðingar hafa verið ráðnir í tímabundnar stöður hjá RMF. Annars vegar er það Íris H. Halldórsdóttir, MS í ferðamálafræði og hins vegar Vera Vilhjálmsdóttir, MA í menningararfsstjórnun. Írís er ráðin til eins árs hjá RMF í 50% starfi en hún er einnig starfandi aðjúnkt við námsbraut í Land- og ferðamálafræði í Háskóla Íslands í 50% starfi.
Írís mun einkum sinna rannsóknum sem snúa að vinnuafli í íslenskri ferðaþjónustu. Írís hefur aðstöðu í Öskju á 3 hæð hjá námsbraut í land- og ferðamálafræði.
Vera er ráðin til hálfs árs í fullu starfi og mun meðal annars sinna verkefnastjórn í verkefni um ferðahegðun erlendra ferðamanna á völdum áfangastöðum en mun einnig koma að undirbúningi á nýjum verkefnum. Vera hefur aðstöðu í skrifstofu RMF í Öskju, HÍ.
Þær Írís og Vera eru báðar boðnar hjartanlega velkomnar til starfa við RMF.