Nýr starfsmaður RMF

Ása Marta
Ása Marta

Ása Marta Sveinsdóttir er nýr starfsmaður á RMF.

Ása er verkefnaráðin til rannsókna á skemmtiskipaferðamennsku. Hún mun meðal annars vinna að tveimur fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Annað snýr að sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum og hitt að rannsókn á áhrifum umferðar skemmtiferðaskipa á náttúru, efnahag og menningu samfélaga í norðri.


Ása er með M.Sc. gráðu í sjálfbærri þróun áfangastaða frá Uppsala háskóla í Svíþjóð og B.Sc. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. 

Starfsstöð Ásu verður á skrifstofu RMF á Akureyri, Borgum Rannsóknahúsi, 7. hæð. 

RMF býður Ásu Mörtu velkomna til starfa!