Nýr starfsmaður RMF
26.01.2023
Johannes (Hans) Welling er nýr sérfræðingur hjá RMF.
Hann mun stýra umsóknarferli um styrki í Rannsóknasjóð Íslands og umsóknum í önnur alþjóðleg rannsóknarverkefni.
Hans er með Ph.D. gráðu í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands og og með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræðistjórnun og meistaragráðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Amsterdam.
Hans mun hafa aðsetur á skrifstofu okkar í Reykjavík í Tæknigarði í Háskóla Íslands.
RMF býður Hans velkominn í hópinn!