Nýr starfsnemi hjá RMF
Á næstu mánuðum verður Hana Sáblíková í starfsnámi á skrifstofu RMF á Akureyri. Hana stundar doktorsnám í Hagnýtri landslagsvistfræði frá Mendel Háskóla í Brno, Tékklandi. Doktorsverkefnið hennar snýr að tækifærum og takmörkunum ferðaþjónustu í dreifbýli á völdum svæðum í Tékkalandi. Nánar tiltekið í Suður-Moravíu héraði, sem er frægur áfangastaður ferðamanna, og Pardubice, sem er mikil iðnaðarborg. Hana skoðar áhrif hefða á svæðinu og leggur áherslu á mat á menningarviðburðum.
Rannsóknaráhugi Hana snýr að sjálfbærri þróun ferðaþjónustunnar, hlutverkum menningarviðburða, hefðum í dreifbýli sem og tækifærum í dreifbýlisþróun. Á meðan á dvöl hennar stendur mun hún skoða áherslur ferðaþjónstuaðila á Akureyri er lúta að sjálfbærni undir leiðsögn Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur hjá RMF.
Við bjóðum Hana hjartanlega velkomna!