Nýtt rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi
28.11.2018
Nýverið undirrituðu RMF og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, samning við Markaðsstofa Norðurlands um rannsókn á áfangastaðnum Norðurlandi.
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF og Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar í Háskólanum á Hólum skrifuðu undir samninginn.
Verkefnið er fjármagnað af Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir.
Starfsmaður verkefnisins er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri á RMF.