Opið fyrir skráningu á RTD-13
RMF stendur að undirbúningi 13. alþjóðlegu ráðstefnunnar um ábyrga ferðamennsku á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations; RTD-13) sem haldin verður í Hannesarholti dagana 29.-30. september 2017. Skráning er hafin hér hér á heimasíðu RMF.
Yfirskrift RTD-13 er „Tackling Overtourism: Local Responses“. Hugtakið „overtourism“ er nýtt í heimi ferðamálafræðinnar en hugtakið lýsir því ástandi sem verður til á áfangastöðum þar sem heimamenn eða gestir upplifa sig aðþrengda (oft samtímis) vegna of margra gesta á tilteknum stað. Slíkt ástand leiðir á endanum til þverrandi lífsgæða eða óviðunandi upplifana bæði meðal heimamanna og gesta þar sem fjöldinn færir staðinn beinlínis í kaf. Hugtakið „overtourism“ er andstæða ábyrgrar ferðamennsku, sem ætti að vera tæki til þess að gera staði betri til búsetu og betri heim að sækja. Markmið ráðstefnunnar er að kanna leiðir til inngripa sem tryggja sjálfbæra þróun ferðamennsku þar sem „overtourism“ hefur orðið vart.
Ráðstefnan er haldin af RMF ) í samvinnu við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Plymouth og Samtök um ábyrga ferðamennsku (e. Responsible Tourism Partnership), sem jafnframt er eigandi ráðstefnunnar. Ráðstefnan er hluti af ráðstefnuröð samtakanna.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.