Rannsóknadagur RMF haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum
Rannsóknadagur RMF var haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum þann 25. maí síðast liðinn.
Dagurinn er helgaður doktorsnemum sem stunda rannsóknir á ferðamálum. Markmiðið með deginum er að nemendur fái tækifæri til að ræða rannsóknir sínar á jafningjagrundvelli við aðra nemendur og við fagmenn á sviðinu.
Að þessu sinni hittust fimm doktorsnemar ásamt leiðbeinendum og öðrum sérfræðingum og kynntu doktorsnemar rannsóknir sínar og stöðu þeirra.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðukona RMF setti Rannsóknadaginn og stjórnaði framvindu viðburðarins. Kynnt voru fjölbreytileg rannsóknaverkefni, líkt og sjá má á listanum hér að neðan:
Íris Hrund Halldórsdóttir
Entrepreneurship in rural regions: Adaptability and resilience in tourism
Leiðbeinendur: Andreas Walmsley, dósent við Plymouth Marjon háskólann. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ.
Magdalena Falter
Entrepreneurship and innovation processes in rural communities in Iceland– Case study of Hacking Hekla.
Leiðbeinendur: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Carina Ren frá Háskólanum í Álaborg og Wolfgang Dorner frá TH Deggendorf.
Elva Björg Einarsdóttir
Place making in V-Barð, Iceland
Leiðbeinendur: Katrín Anna Lund, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Outi Rantala, dósent við háskólann í Laplandi, Finnland.
Þórný Barðadóttir
Samvera á jaðrinum – Melrakkaslétta á ferð
Leiðbeinendur: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Katrín Anna Lund, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Jo Vergunst, dósent við Mannfræðideild háskólinn í Aberdeen.
Edita Tverijonaite
Wilderness as capital for nature-based tourism: Tourism industry's views on future development of the Icelandic Central Higlands
Leiðbeinendur: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Prófessor við Líf-og umhverfisvísindadeild, HÍ. Rannveig Ólafsdóttir, Prófessor við Líf-og umhverfisvísindadeild, HÍ. C. Michael Hall, prófessor við háskólann í Canterbury, NZ.