Rannsóknadagur RMF haldinn hátíðlegur í Hvammsvík
Rannsóknadagur RMF var haldinn í 10. sinn miðvikudaginn 17. maí í Hvammsvík.
Rannsóknadagurinn er tileiknaður doktorsrannsóknum í ferðamálum á Íslandi. Markmiðið með deginum er að nemendur fái tækifæri til að ræða rannsóknir sínar á jafningjagrundvelli við aðra nemendur og fagmenn á sviðinu. Í ár hittust 7 doktorsnemar ásamt leiðbeinendum og öðrum sérfræðingum og kynntu rannsóknir sínar og stöðu þeirra. Í lok dags var slappað af í sjóböðunum og notið útsýnisins.
Kynnt voru fjölbreytileg rannsóknaverkefni, líkt og sjá má á listanum hér að neðan:
Tinna Gunnarsdóttir
Touching landscape: The agency of aesthetic experience
Elva Björg Einarsdóttir
Að lokum
Magnús Haukur Ásgeirsson
Þjónustustjórnun og árangur
Magdalena Falter
Potential value of digital innovation in the Icelandic tourism industry for fostering tourism sustainability
Sigrún Birgisdóttir
Transformation of territory: How tourism effects change in architecture and landscapes - as studied across an east-west transect of 64° latitude in Iceland
Íris Hrund Halldórsdóttir
Entrepreneurship in rural regions: Crisis and resilience in tourism
Birna Lárusdóttir
Örnefni og landslag í mótun
Guðrún Þóra, forstöðumaður RMF setti og lokaði deginum og Ása Marta, sérfræðingur RMF, stjórnaði framvindu viðburðarins.