Markmiðið með verkefninu er að þróa svokallaða aðlögunarstefnu fyrir jöklatengda ferðamennsku á Íslandi sem á að takast á við þær mögulegu loftslagsbreytingar sem munu eiga sér stað á næstu áratugum.
Þrátt fyrir aukinnar vinsældar jöklatengdrar ferðamennsku á undanförnum árum og þá staðreynd að jöklar heimsins fari minnkandi, hafa aðeins verið gerðar örfáar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga og jöklatengda ferðamennsku. Engin þessarar rannsóknar voru gerðar á Íslandi.
Rannsóknin mun beinast að aðstæðum við Vatnajökul og í Vatnajökulsþjóðgarði. Áætlað er að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2016.
Samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru:
Rannsóknamiðstöð ferðamála
Háskóli Íslands – Líf- og umhverfisvísindadeild
Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði
Vatnajökulsþjóðgarður
Háskólinn í Wageningen í Hollandi
Ríki Vatnajökuls
Friður og frumkraftar
Styrkurinn verður formlega afhentur mánudaginn 1. desember 2014.