RMF á ráðstefnu í Frakklandi
Þær Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, og Auður H Ingólfsdóttir, sérfræðingur, tóku nýlega þátt í ráðstefnu í Bordeaux, Frakklandi, þar sem fjallað var um stjórnun útivistarsvæða og verndaðra svæða.
Um er að ræða alþjóðlega fræðiráðstefnu sem er haldin á tveggja ára fresti undir yfirskriftinni „Monitoring and Management of Visitors in Recreational and Protected Areas“. Þessi ráðstefna var sú níunda í röðinni og tóku um 200 fræðimenn þátt frá 30 löndum.
RMF skipulagði sérstaka málstofu á ráðstefnunni þar sem Ísland var í brennidepli. Guðrún Þóra stýrði málstofunni en Auður var með erindi undir heitinu: „Tourism as a Tool for Nature Conservation?“. Auk þeirra héldu þau Jessica Faustini Aquino, Georgette Leah Burns, Gunnþóra Ólafsdóttir, Micael Runnström og Ólafur Árnason erindi í málstofunni.
Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir úr vettvangsferðum sem farnar voru í tengslum við ráðstefnuna.