RMF fær styrk frá KEA
Á dögunum var úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA.
Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. RMF var meðal styrkþega við úthlutun úr nýjum sjóði mennta- og rannsóknastyrkja.
Styrkinn hlaut RMF til afmarkaðs hluta stærri rannsóknar á umfangi og áhrifum koma skemmtiferðaskipa til Akureyrar og nágrannabyggða.
Í verkefnalýsingu kom fram að aukin umferð skemmtiferðaskipa um norðurslóðir hefði á undanförnum árum skilað sér fleiri heimsóknum skipa til hafna hérlendis. Auk fjölgunar skipakoma, leggjast skip bryggjum í æ fleiri íslenskum höfnum. Skoðuð verða áhrif þessa auk þess að leita svara við því hvaða upplýsingar liggja fyrir og hverjar skortir til framtíðar stefnumótunar um málaflokkinn til hagsbóta fyrir samfélög á svæðinu.