RMF kynnti We Lead verkefnið á Þjóðarspegli

Ráðstefna Þjóðarspegilsins: Rannsóknir í félagsvísindum hófst í gær með opnunarerindi Sigríðar Benediksdóttur, lektors við viðskiptafræðideild Hí, í Hátíðasal Háskóla íslands. Í dag, föstudaginn 3.nóvember, er sjálfur ráðstefnudagurinn og á dagskrá eru fjölmargar málstofur þar sem fræðimenn segja frá nýjustu rannsóknum.

Í morgun tók RMF þátt í málstofunni ‚Ferðaþjónusta, sjálfbærni og samfélagsleg sátt‘ þar sem Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, sagði frá Erasmus+ verkefninu We Lead, sem RMF tekur þátt í og leiðir. Markmið verkefnisins er að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu, ekki síst þegar kemur að brýnum úrlausnum og viðbrögðum við loftslagsbreytingum.

Í erindinu var afrakstur fyrsta árs We Lead kynntur, en tvær útgáfur komu út á dögunum. Þær eru samantektarskýrslan ‚Konur sem leiðtogar í sjálfbærri ferðaþjónustu‘ og hefti með níu dæmisögum frá sterkum ‚Kvenfyrirmyndum innan ferðaþjónustunnar‘.

Alls voru fjögur fjölbreytt og áhugaverð erindi flutt á málstofunni

  • Hvert fara erlendir ferðamenn á Íslandi? Skipulag og stjórnun ferðamennsku. Gyða Þórhallsdóttir (Háskóli Íslands)
  • Að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu í átt að sjálfbærri framtíð. Auður Ingólfsdóttir (Transformia) og Vera Vilhjálmsdóttir (Rannsóknamiðstöð ferðamála)
  • Viðhorf ferðaþjónustuaðila til virkjunar við Skrokköldu. Guðmundur Björnsson (Háskóli Íslands)
  • Skemmtiferðaskip og samfélagslegt leyfi til starfa. Rannveig Ólafsdóttir (Háskóli Íslands), Anna Guðrún Edvardsdóttir (Háskólinn á Hólum) og Guðmundur Björnsson (Háskóli Íslands)

Ágripabók Þjóðarspegilsins 2023 má nálgast HÉR.

 

Gyða Þórhallsdóttir (t.v.) og Vera Vilhjálmsdóttir (t.h.)

Guðmundur Björnsson (t.v.) og Rannveig Ólafsdóttir (t.h.)