RMF með málstofur á Þjóðarspeglinum 2017
06.11.2017
RMF var þátttakandi í Þjóðarspeglinum 2017, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum sem fram fór s.l. föstudag, 3. nóvember, í húsakynnum Háskóla Íslands.
RMF stóð fyrir tveimur málstofum undir yfirheitinu: Ferðaþjónusta í byggðum landsins: Viðhorf og innsýn þar sem samtals voru flutt níu erindi um rannsóknir í ferðamálum.
Þá skipulagði RMF ásamt Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, tvær málstofur undir yfirheitinu: Hvað er ferðamálafræði? Viðfangsefni, aðferðir og vísindaleg sýn, þar sem flutt voru samtals átta erindi.
Þetta var í 18. skipti sem Þjóðarspegillinn var haldinn og að þessu sinni voru flutt um 180 erindi í á sjötta tug málstofa.
Ágripabók Þjóðarspegilsins 2017 má nálgast hér.