SAINT aðilar funduðu á sænsku fjallahóteli

Fimmti alþjóðlegi fundur aðila að SAINT verkefninu í elsta fjallahóteli Svía

Dagana 27. og 28. mars sl. var haldinn fimmti fundur aðila að verkefni um þróun yndisævintýraferða (e. slow adventure) sem RMF á aðild að.

Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og hófst á vordögum 2015 og mun ljúka vorið 2018 með stórri ráðstefnu á Höfn í Hornafirði.

Verkefnið er kallað SAINT, sem stendur fyrir Slow Adventure in Northern Territories (sjá hér), og snýst um að þróa innihald og markaðsskilaboð fyrir það sem við á Íslandi köllum yndisævintýraferðir.

 

Fundarsalurinn, þar sem æfingar í núvitund voru stundaðar

Kjarni þeirra eru ferðir sem eru knúnar eigin afli ferðafólks, þar sem markmiðið er að komast í persónuleg tengsl við öfl náttúru og ná samhljóm með þeim í eigin líkama.

Stór þáttur þess er að nýta sér mat úr héraði og jafnvel að ferðafólkið verði sér sjálft úti um mat og geri sér veislu úr því með hjálp ferðaþjóna.

 

 

  

Matsalur hótelsins þar sem reiddur var fram matur úr héraði

Kjarni yndirævintýraferða hverfist um fernnt:

1. Tíma, að komast í takt við umhverfi og eigin líkama
2. Náttúru, að finna fyrir öflum náttúru á eigin skinni
3. Umbreytingu (e. passage), það er hvernig ferðalagið færir þig milli staða en um leið færir sjálfið annað
4. Þægindi, að finnast eitt með umhverfi

 

Fundurinn var haldin í Fjällnäs, sem er elsta fjallahótel Svía rétt við norsku landamærin í Funäsdalen (sjá hér). Auk funda þar sem aðilar frá hverju landi kynntu framgang verkefnisins og þróun ferðavara í kringum yndisævintýri í sínu landi, var fundargestum leyft að reyna yndisævintýri á staðnum.

Fyrirtæki með í för fengu þannig að reyna rjúpnaveiði sem heilsubót, núvitundarnámskeið var sem og öryggismál á snjóflóðasvæðum reynd.


Eldað á hlóðum úti í frosti og snjóMaturinn sem í boði var, var úr héraði eldaður úti á hlóðum eða inni í notalegum matsal hótelsins. Að sjálfsögðu var svo slökun, gufubað, heitur pottur og ísböð í boði í vatninu sem hótelið stendur við.

Lokaráðstefna verkefnisins verður sem fyrr segir á Höfn og verða þá kynntar þær ferðavörur sem orðið hafa til kringum yndisævintýraferðir, sem vonandi veita frumkvöðlum í ferðaþjónustu innblástur til að þróa slíkt hér á landi um allt land.