Samfélagsleg áhrif ferðamennsku: Þjóðarspegillinn 2017
Á nýafstöðnum Þjóðarspegli flutti Eyrún Jenný Bjarnadóttir sérfræðingur RMF erindi um viðhorf heimamanna til ferðamennsku og þau áhrif sem ferðamennska hefur á lífsgæði landsmanna.
Erindi Eyrúnar byggði á rannsóknum síðustu þriggja ára á áhrifum hins hraða vaxtar ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag.
Rannsóknirnar sýna glöggt að ferðamennska og ferðaþjónusta setja mark sitt á samfélagið en töluverður munur getur verið á því á hverjum stað hvaða áhrifaþættir vega mest.
Landsmenn búa að miklu leyti við nærveru ferðamanna en heilt yfir telja þeir fjölda ferðamanna vera hæfilegan. Það dregur úr ánægju landsmanna með samskipti við ferðamenn milli ára þó svo ferðamenn virðist almennt ekki valda landsmönnum miklu ónæði. Í minni samfélögum verða áhrif ferðamanna áþreifanlegri og geta heimamenn fundið meira fyrir ónæði þó svo ferðamennirnir hafi jákvæð áhrif á lífsgæði heimamanna.
Lokaskýrsla um greiningu niðurstaðna nýrrar könnunar á viðhorfum landsmanna er væntanleg í febrúar 2017.