Seigla og ferðaþjónusta - ný skýrsla
"Þetta er í okkar DNA" er yfirskrift nýrrar skýrslu sem Irene Carbone er höfundur að og RMF hefur gefið út. Þar greinir Irene frá rannsókn sinni á seiglu lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja á Akureyri.
Rannsókn Irene beindist að því að skoða fylgni viðbragða fyrirtækjanna við því ástandi sem COVID-19 skóp og viðbúnaði þeirra við mögulegum nýjum áskorunum tengdum loftslagsbreytingum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvernig fyrirtækin brugðust á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn olli. Breytt verklag og viðbrögð fyrirtækjanna við heimsfaraldrinum eru í mörgum tilfellum enn í gildi sem gerir þau viðbúnari framtíðaráskorunum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að seigla lítilla og meðalstórra fyrirtækja ferðaþjónustu næst hvað mest með samstarfi fyrirtækjanna, fjölþættri starfsemi, gæðastjórnun og upptöku sjálfbærra starfshátta.
Skýrslan, sem skrifuð er á ensku, er í opnum aðgangi og má nálgast hana hér.