Sérfræðingar RMF á 14. ráðstefnunni "Íslenska þjóðfélgið"
17.05.2022
Sérfræðingar RMF gerðu góða ferð á ráðstefnuna Íslenska þjóðfélagið, sem í ár var haldin á Ísafirði dagana 12-14 maí sl. Ráðstefnan í ár, sem er sú 14. í ráðstefnuröðinni, bar yfirskriftina Samfélag og náttúra: Stál í stál eða hönd í hönd?
Erindi sérfræðinga RMF á ráðstefnunni voru:
Eyrún Jenný Bjarnadóttir: Ferðaþjónusta í nýju ljósi? Viðhorf íbúa til ferðamanna og ferðaþjónustu á Covid-tímum
Íris Hrund Halldórsdóttir: Seigla í íslenskri ferðaþjónustu - Viðbrögð við krísu
Ása Marta Sveinsdóttir: Skemmtiferðaskip til Ísafjarðar: tækifæri eða ógn?
Þórný Barðadóttir: „Fátt fólk og fuglarnir“ Hreyfanleiki og uppbygging ferðaþjónustu á Melrakkasléttu
Ágripaskrá ráðstefnunnar má lesa með því að smella hér.