Spennandi doktorsrannsóknir kynntar á rannsóknadegi RMF

Rannsóknadagur RMF var haldinn að Kríunesi 12. maí s.l. Dagurinn er helgaður doktorsnemum sem stunda rannsóknir á ferðamálum. Að þessu sinni hittust átta doktorsnemar ásamt leiðbeinendum og öðrum sérfræðingum. Markmiðið með deginum að nemendur fái tækifæri til að ræða rannsóknir sínar á jafningjagrundvelli við aðra nemendur og við fagmenn á sviðinu. Doktorsnemarnir kynntu rannsóknir sínar og stöðu þeirra og sköpuðust áhugaverðar umræður.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF setti Rannsóknadaginn og stjórnaði framvindu viðburðarins. Kynnt voru fjölbreytileg rannsóknaverkefni, líkt og sjá má á listanum hér að neðan:


Magdalena Falter
Entrepreneurship and innovation processes in rural communities in Iceland– Case study of Hacking Hekla.
Leiðbeinendur: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Carina Ren frá Háskólanum í Álaborg og Wolfgang Dorner frá TH Deggendorf.


Magnús Haukur Ásgeirsson
Þjónustuhneigð í ferðaþjónustu: Ný þekking eða bergmál fyrri tíma?
Leiðbeinendur:Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ.


Tinna Gunnarsdóttir
Snert á landslagi – fagurferðileg upplifun sem afl í baráttunni gegn umhverfisvanda mannaldarinnar
Leiðbeinendur: Katrín Anna Lund, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið HÍ. Emily Brady, prófessor í heimspeki við Texas A&M University.

 

Sigrún Birgisdóttir
Borgarvæðing landslags: Áhrif ferðaþjónustu á arkitektúr og landslag á 64°
Leiðbeinendur: Ólafur Rastrick dósent við Félags-, Mann- og Þjóðfræðideild HÍ. Karl Otto Ellefsen, Prófessor í Arkitektur, AHO, Anna Karlsdóttir Senior Research Fellow, Nordregio – Nordic Centre for Spatial Development, Ástráður Eysteinsson Prófessor við Íslensku og menningardeild, H.Í.

 

Elva Björg Einarsdóttir
Place making in V-Barð, Iceland
Leiðbeinendur: Katrín Anna Lund, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Outi Rantala, dósent við háskólann í Laplandi, Finnland.


Þórný Barðadóttir
Samvera á jaðrinum – Melrakkaslétta á ferð
Leiðbeinendur: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Katrín Anna Lund, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Jo Vergunst, dósent við Mannfræðideild háskólinn í Aberdeen.

 

Barbara Olga Horyn
Tourist safety in polar regions- guide’s competence and emergency preparedness strategies in Iceland, Svalbard and Greenland
Leiðbeinendur: Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og Umhverfisvísindadeild HÍ. Are Kristoffer Sydnes, UiT/UNIS, Noregi

 

Edita Tverijonaite
Nature-based tourism in renewable energy landscapes
Leiðbeinendur: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Prófessor við Líf-og umhverfisvísindadeild, HÍ. Rannveig Ólafsdóttir, Prófessor við Líf-og umhverfisvísindadeild, HÍ. C. Michael Hall, prófessor við háskólann í Canterbury, NZ.