Starfsmenn í sérverkefnum fyrir RMF
11.09.2017
RMF hefur í sumar fengið til liðs við sig starfsmenn sem sinnt hafa sérverkefnum.
Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Valeriya Posmitnaya og Valtý Sigurbjarnarson við störf sín.
Valeriya hefur sinnt viðhorfskönnun meðal ferðamanna við Kröfluvirkjun, auk þess að taka þátt í fyrirlögn spurningalista til ferðamanna á Akureyri, Siglufirði og farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn.
Valtýr hefur staðið fyrir viðhorfskönnun meðal ferðamanna við Þeistareyki. Þar byggir hann á könnun sem hann ásamt Edward H. Huijbens og Rögnvaldi Ólafssyni vann að fyrir RMF árið 2012. Auk viðhorfskönnunar, mun Valtýr að þessu sinni jafnframt taka viðtöl við ýmsa hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar á rannsóknasvæðinu.