Styrkur til rannsóknar á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu
Rannsóknaverkefnið Kjör og aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu hefur hlotið styrk frá Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar.
Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í kjör og aðstæður erlends stafsfólks í greinum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi.
Upplýsinga verður aflað með viðtölum við erlent starfsfólk í ferðaþjónustu auk starfsmanna félaga og stofnana sem eiga í samskiptum við erlenda starfsmenn. Verkefnið verður unnið í tengslum við rannsóknahóp RMF um vinnuafl í ferðaþjónustu á Íslandi.
Íris H. Halldórsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir leiða rannsóknavinnuna fyrir RMF og HÍ.
Minningasjóður Eðvarðs Sigurðssonar sem stofnaður var árið 1983 styrkir m.a. verkefni er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks, með sérstakri áherslu á eflingu rannsókna og útgáfu verka sem varða vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
Nánar má lesa um úthlutun sjóðsins hér.